top of page

Algengar villur 

Stangarstökk er ein af þeim greinum sem krefst mestrar tækni af greinum frjálsíþrótta sem gerir það að verkum að oft er bæði erfitt að kenna hana og læra. Hér að neðan eru teknar saman algengar villur í greininni, ástæður þeirra og hvernig er best að leiðrétta þær. Listinn er langt frá því að vera tæmandi en ef þessi atriði eru leiðrétt getur stökkvari bætt getu sína til muna. Bæði er um að ræða leiðréttingar á atrennu og tækni. 

Villa

Ástæða

Leiðrétting

Stökkvari kemst
ekki í gegnum 0 punkt

a) Stökkvari togar stöng að sér

b)Grip stökkvara er of hátt

c)Atrenna er of löng

d)Atrenna er of stutt

e) Stökkvari er með of stífa stöng

sem hann ræður ekki við að beygja eða ýta frá sér

a) Þjálfa ætti stökkvara í að ýta á stöng

b) Lækka ætti grip stökkvara

c)Þjálfari ætti að fylgjast með uppstökksstað stökkvara og stytta atrennu m.t.t. til getu hans

d) Þjálfari ætti að fylgjast með uppstökksstað stökkvara og lengja atrennu m.t.t. til getu hans. Hægt er að auka hraða atrennu ef stökkvari ræður við það

e) Stökkvari ætti að skipta um stöng en ef hún er ekki til taks ætti hann að lækka grip sitt

Stökkvari lendir ofan

á rá á leiðinni niður

a) Rá er of langt frá stokki

b) Stökkvari gefur sér ekki nægan tíma til að hanga á stöng þ.a.s. hann fer of snemma á hvolf

c)Stökkvari togar í stöng þegar upp í loftið er komið í stað þess að ýta á hana

a) Syttið uppistöðufjarlægð

b) Stökkvari ætti að gera æfingar þar sem hann þjálfar það að hanga á stöng

c)Þjálfa ætti stökkvara í að ýta á stöng

Stöng stökkvara leitar

til hliðanna í stökkinu

sjálfu

a) Stöng stökkvara er of stíf og hann ræður ekki við að sveigja hana

b) Of langt eða stutt bil er á milli handa

c) Stökkfótur er ekki beint undir efri griphendi

d) Stökkvara vantar styrk til þess að ýta á stöng

e) Stökkvari er óöruggur og hann vantar tækni

a) Stökkvari ætti að skipta um stöng en ef hún er ekki til taks ætti hann að lækka grip sitt

b) Gæta þess að bil handa sé u.þ.b handleggur, hnefi og þumall.

c) Stökkvari þarf að gera æfingar sem þjálfa plantið

d) Stökkari þyrfti að gera styrktaræfingar fyrir axlir og brjótkassa

e) Stökkvari ætti að þjálfa grunntækni vel áður en lengra er haldið

Stökkvari tipplar í lok

atrennu

a) Atrenna er of stutt og stökkvari grípur til þess

ráðs að tippla til þess að hitta á réttann uppstökksstað

 

a) Lengja þarf atrennu stökkvara. Til þess að hægt sé að meta hversu mikið þarf að lengja atrennu þarf stökkvari að hlaupa atrennu eðlilega og fylgjast þarf með uppstökksstað hans. Stökkvari er svo færður aftur  um þá vegalengd sem hann var frá áætluðum uppstökksstað.

Stökkvari lengir skref í

lok atrennu

a) Atrenna stökkvara er of löng og stökkvari grípur til þess að lengja skerf sín til þess að hitta á réttann uppstökksstað

a) Stytta þarf atrennu stökkvara. Gott getur verið að prófa sig áfram með því að stytta atrennu um 1/2 - 1 fet í einu.

Stökkvari fer sitjandi

yfir rá

a) Stökkvari togar í stöng í stað þess að ýta á hana

b) Stökkvari er hræddur við að fara á hvolf

c) Stökkvara vantar styrk eða tækni til að fara á hvolf

a) Stökkvari ætti að þjálfa sig í að ýta á stöng.

b) Stökkvari ætti að þjálfa það að fara á hvolf í öruggu umhverfi með aðstoð þjálfara t.d. í kaðli eða á tvíslá með dýnu undir til öryggis.

c) Stökkvari ætti að gera æfingar til að styrkja efri hluta líkama með áherslu á kvið - og bakvöðva. Þjálfa ætti grunntækni og gæta þess að henni sé náð áður en lengra er haldið.

bottom of page