top of page

Kennslustig í stangarstökki

Kennslustig 1: Grip og stöng borin

1.      Iðkandi lærir að halda á stöng.

2.      Iðkandi lærir að að mæla griphæð.

3.      Iðkandi lærir að ganga með stöng.

4.      Iðkandi hleypur með stöng, hraði er aukinn hægt og rólega

Kennslustig 2:  Sveiflað

 

  • Iðkandi tekur þrjú skref, hangir á stöng og sveiflar sér frá einum stað til annars með stöng fyrir ofan höfuð.

  • Hægri hönd stökkvara er bein í gegnum allt ferlið á meðan sú vinstri er bogin.

  • Stökkvari stekkur upp á vinstra fæti og keyrir hné þess hægri kröftuglega upp.

  • Stökkvari sveiflar sér hægra megin við stöng

Íþróttamaður sem ekki hefur náð tökum á grunntækni greinarinnar mun aldrei ná góðum árangri í tiltekinni íþrótt. Góður grunnur er lykilinn að góðum árangri síðar meir. Stigvaxandi æfingar skila bestum árangri þar sem byrjað er á einföldum æfingum og síðan byggt ofan á þær.  Mikilvægt er að ekki sé farið í næsta tækniatriði fyrr en barnið hefur náð tökum á því fyrra. Þjálfari skal þó vera óhræddur við að leyfa barninu að taka þátt í flóknari æfingum og stökkva stangarstökk í heild sinni. Áhersla skal þó ávallt vera lögð á þau tækniatriði sem tilheyra því kennslustigi sem barnið er statt á og þjálfari skal leiðbeina stökkvara m.t.t. til þess.  Hér að neðan hefur stangarstökki verið skipt niður í 6 kennslustig.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kennslustig 3:  Sveiflað frá upphækkun

  • Tæknin er sú sama og lýst er  í kennslustigi 2.

  • 15 - 35 cm há upphækkun er notuð. 

  • Iðkandi sveiflar sér frá upphækkun út í dýnu eða sand. 

  • Ef  dýna er notuð er gott að lenda sitjandi og byrja þannig að þjálfa iðkanda í að lyfta fótleggjum.

 

 

 

 

 

 

 

 

Kennslustig 4:  Sveiflað og snúið  frá upphækkun

  • Iðkandi sveiflar sér frá 15 - 35 cm hárri upphækkun eins og lýst er í kennslustigi 3. Líkamsstöðu sveiflunnar er haldið eitt andartak áður er stökkvari snýr sér þannig að hann snúi að uppstökkstað sínum þegar hann lendir.

  • Þegar stökkvari hefur náð tökum á hreyfingunni er hægt að prófa að fara yfir lágar hæðir.

Kennslustig 5:  Plantað , hangið og  snúið

  • Hlaupin er fimm til sjö skrefa atrenna. Atrennan er fyrst gengin og með auknu öryggi eykst hraðinn.  Byggt er ofan á tækni fyrri kennslustiga. 

 

  1. Iðkandi hleypur atrennu með stöng fyrir framan sig og hægri hönd upprétta áður en plantað er.

  2. Iðkandi hleypur með stöng á öxl áður en plantað er. 

  3. Iðkandi hleypur með stöng niður með síðu áður en plantað er.

     

Kennslustig 6:  Stangarstökk í heild sinni

Stangarstökk æft í heild sinni með áherslu á tækni fyrri kennslustiga. Þegar stökkvari hefur náð góðum tökum á tækninni má bæta við flóknari tæknilegum atriðum og auka kraft og hraða.

bottom of page