top of page

Aðbúnaður

Atrennubraut

Samkvæmt reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF) má atrennubraut í stangarstökki  ekki vera styttri en 40 m og ekki lengri en 45 m. Breidd hennar má að hámarki vera 1,25 m með skekkju upp á 0,01 m. Frjálsíþróttaaðstaða er byggð upp til að falla að reglum IAAF. Æfingaaðstaða eru þó misjöfn og hver og einn þjálfari verður að nýta það sem til taks er. Fá íþróttahús hafa tök á svo langri atrennubraut. Það kemur þó ekki að sök við þjálfun ungra iðkenda, vegna þess að börn og unglingar þurfa ekki svo langa atrennu.

Stokkur

Stangarstökk er líklega ein af tæknilegustu greinum frjálsíþrótta og henni fylgir mikill aðbúnaður. Í þessum kafla verður farið yfir helsta aðbúnað greinarinnar og tilgangi hans.

Stokkur fyrir stangarstökk er afar mikilvægur aðbúnaður við æfingar og keppni greinarinnar. Stökkvarinn stingur stönginni í stokkinn áður en hann tekst á loft. Stokkurinn er bæði öryggisatriði og hjálpartæki stökkvara. Mikilvægt er að grafa stokkinn niður svo brúnir hans nemi við enda atrennubrautar. Flestir frjálsíþróttavellir og íþróttahús hafa stokk en það er þó ekki algilt. Þjálfari skal þó vera óhræddur við að kenna greinina þrátt fyrir að stokkur sé ekki til staðar. Ef undirlag er afmarkað, slétt og stíft má kenna byrjendum stangarstökk með góðum árangri.

Uppistöður

Uppistöður í stangarstökki sýna ekki aðeins hæð ráarinnar heldur einnig fjarlægð hennar frá stokki. Stökkvarar velja sína eigin fjarlægð allt frá 0 - 80 cm.

Lendingardýna

Mikilvægt er að lendingardýna sé alltaf til staðar, hún er helsta öryggisatriði greinarinnar. IAAF setur kröfur um lengd, hæð og þykkt dýnunnar eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Þessar reglur eru settar m.t.t. stökkvara í hæsta gæðaflokki. Barna - og unglingaþjálfari þarf því ekki að hafa áhyggjur af því hvort búnaðurinn standist kröfur IAAF.  Þjálfari skal þó ávallt hafa öryggi nemenda efst í huga.

 

Lengingararmur og  stökkrá

Lengingararmur er fastur við uppistöðu og á enda hans er oki og lóðréttur stuðningshnúður. Stökkrá liggur lárétt á milli okanna tveggja og fellur af við minnstu snertingu. Lengingararmur er notaður til að breyta hæð ráarinnar. Ráin segir til um hvort stökkvari hafi komist yfir ákveðja hæð eða ekki. Ef ráin situr enn á okunum eftir að stökki er lokið hefur stökkvari komist yfir tiltekna stökkhæð.

Stöng

Stangir koma í öllum stærðum og gerðum. Hver stökkvari þarf að fá stöng við sitt hæfi. Meira má lesa um val á stöngum í kaflanum: 

Æfingateygja

Sprey og teip

Áferð stangarinnar er fremur sleip og því getur verið erfitt að halda gripinu á réttum stað þegar stökkvari svitnar í lófunum. Gott getur verið að teipa gripstað stangarinnar með þar til gerðu íþróttateipi eða öðru sambærilegu teipi með stamri áferð.  Margir kjósa einnig að nýta sér klístursprey á borð við Magic grip eða Harpix. Teipið og klístrið halda höndum stökkvara stöðugum en þó er mikilvægt að gæta þess að nota ekki of mikið af klístrinu.

Æfingarteygjan er frábært hjálpartæki, hún er sett upp í upphafi æfingar og tekin niður í lok hennar. Það er mikill tímasparnaður að setja æfingarteygjuna upp strax í upphafi æfingar  í stað ráarinnar og margir byrjendur öðlast aukið öryggi við það. Þrátt fyrir þessi þægindi er það samt mikilvægur hluti af þjálfun stökkvarans að stökkva yfir rá.

bottom of page